Fréttir

Farið í berjamó

Í ágúst s.l. fóru nemendur skólans í berjamó. Farið var í berjalandið í Jórvík. Í lok ferðar var að sjálfsögðu grillað!
Lesa meira

Heimsókn í Skaftfell

Fimmtudaginn 13. sept. heimsóttu nemendur úr 6. - 7. bekk , Skaftfell á Seyðisfirði. Þar fengu nemendur kynningu á listamönnunum Gunnlaugi Scheving og Nínu Tryggvadóttur. Er þetta verkefni hluti af Bras - Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi og List fyrir alla. Fóru nemendur Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, ásamt nemendum úr Grunnsk
Lesa meira

Skólasetning Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla

Nú líður að því að skólinn hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Samkvæmt skóladagatali verður skólasetning Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla fimmtudaginn 23. ágúst kl. 10:00 og verður hún á Stöðvarfirði. Foreldrar er hvattir til að mæta.
Lesa meira

Skólaslit og vordagar

Í dag var Stöðvarfjarðarskóla slitið í síðasta sinn, en eins og flestir vita sameinast hann Grunnskóla Breiðdalshrepps á næsta skólaári. Áfram verður kennt á báðum stöðum og því ljóst að líf og fjör mun ríkja í húsinu um ókomin ár.
Lesa meira

Leikskólaútskrift

Í gær voru 2 nemendur útskrifaðir úr leikskólanum (en verða þó fram að sumarleyfi). Mikaela Wiium og Ronja Mist fengu útskriftargjöf frá deildinni sinni. Á viðburðinum var spilað myndbrot af starfinu í vetur, sýning á verkum
Lesa meira

Fuglaskýlin

Á keppnisdögum sem haldnir voru fyrir skemmstu í Stöðvarfjarðarskóla, var ákveðnum nemendahópum lagt það fyrir að smíða fuglaskýli eftir ljósmynd.
Lesa meira

Balaborg

Nú á dögunum bauð Jaspís, félag eldri borgara, okkur í kaffisamsæti. Fengum við góðar viðtökur og kunnum þeim bestu
Lesa meira

Sundkennsla

Sundkennslan hefst næsta mánudag og stendur yfir í 6 daga. Fyrri vikuna verður kennt dagana 14. - 15. - 16. - 17. maí og síðari vikuna verður kennt dagana 22. - 23. maí. Tímasetningar eru: Yngsta stig 13.30-14.30 Miðstig 14.30-15.30 Elsta stig 15.30-16.30. Kennari verður Elsa Sigrún Elísdóttir Hópaskipting verður sem hér segir:
Lesa meira

Er vorið komið?

Nokkrir nemendur af Yngsta stigi og Miðstigi fóru út í morgun, vopnuð myndavélum, í leit að vorinu.
Lesa meira

Keppnisdagur

Hinn árlegi keppnisdagur var haldinn í gær. Við fengum góða heimsókn frá nemendum úr Breiðdalnum og tóku þeir fullan þátt í þessu með okkur. Keppnisgreinar að þessu sinni voru: útsvar, myndlist, þrautir, ratleikur/ljósmyndun, smíði og TurfHunt (snjalltækjaratleikur). Veðrið setti verulega strik í reikningin og rigndi mjög mikið þennan dag. Fóru því ratleikirnir fyrir ofan
Lesa meira