Fréttir

Skólahald í dag (11. mars)

Vegna versnandi veðurs, ætlum við að ljúka skóla kl. 12.45 (strax eftir matinn). Grétar fer með Stöðfirðingana yfir á þeim tíma og Hlíðar stefnir á hið sama með sína farþega (erfið akstursskilyrði í Norðurdalnum, núna). Sjáumst hress á morgun!
Lesa meira

Bolluvendir

Í tilefni af bolludeginum tóku nemendur sig til og gerðu bolluvendi. Hér má sjá nemendur í leikskólanum á Breiðdalsvík á fullu við verkefnið.
Lesa meira

Vinningshafi í eldvarnargetraun

Á haustmánuðum komu fulltrúar frá Slökkviliði Fjarðabyggðar og kynntu eldvarnargetraun Landsambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna.. Getraunin var lögð fyrir alla þriðju bekki í landinu í framhaldi af heimsókn slökkviliðsmanna í skólana í lok nóvember og byrjun desember sl. Við vorum heppin og vann einn neman
Lesa meira

Óveður framundan - sprengilægð

Af heimasíðu Fjarðabyggðar Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri um allt land á morgun. Gert er ráð fyrir mikilli úrkomu og vindi um 20 metrum á sekúndu. Ekki er þó talin ástæða til að fella niður skólahald vegna þessa og munu allir skólar Fjarðabyggðar verða opnir. Foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. Þeir foreldrar sem senda börnin í skóla eru beðnir að fylgja þeim til og frá skóla. Þeir foreldrar sem ákveða að börnin verði heima eru beðnir að láta viðkomandi skóla vita.
Lesa meira

Þorramatur í leikskólanum á Breiðdalsvík

S.l. mánudag héldu nemendurnir upp á Þorrann með því að borða viðeigandi mat. Þeir skörtuðu kórónum í tilefni dagsins. Þorramatur fór að vísu misv
Lesa meira

Myndmennt

Þessa dagana er hún Sólrún með nemendur í myndmenntakennslu. Þó hún sé í ársleyfi frá kennslu núna, var hún fengin til að vera með nokkrar stuttar lotur á vormisseri. Hér má sjá nemendur á Miðstigi vinna með heita og kalda liti.
Lesa meira

Skólaakstur þriðjudaginn 14. janúar

Ákveðið hefur verið að fella niður akstur milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar á morgun (þriðjudaginn 14. jan.), sökum slæmrar veðurspár. Nemendur verða því í sínum heimaskóla. Varðandi nemendur úr sveitinni, biðjum við foreldra að vera í sambandi við Hlíðar (bílstjóra) ef þurfa þykir.
Lesa meira

Akstur miðvikudaginn 8. janúar

Vegna slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn og í samráði við Grétar (skólabílstjóra), höfum við ákveðið að ekki verði ekið á milli staðanna á morgun. Skólahald verður samt sem áður í heimaskólum nemenda. Varðandi nemendur úr sveitinni, biðjum við foreldra að vera í sambandi við Hlíðar (bílstjóra), ef þurfa þykir.
Lesa meira

Skólabyrjun á nýju ári

Leikskólinn á Breiðdalsvík hefst föstudaginn 3. janúar og á Stöðvarfirði mánudaginn 6. janúar. Grunnskólastarfið hefst mánudaginn 6. janúar kl. 9.35. Grétar leggur af stað frá Stöðvarfirði kl. 9.10 og Hlíðar seinkar för sinni einnig um rúmlega klukkutíma.
Lesa meira

Óveður!

Nýtt! Eftir viðræður við bæjarstjóra og lögreglustjórann á Austurlandi var ákveðið að biðja skólastjórnendur að senda eftirfarandi tilkynningu til foreldra barna í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar. Slæmt veðurútlit 11.12.2019 Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir versnandi veðri á Austurlandi í nótt og í fyrramálið. Gert er ráð fyrir miklum vindi og talsverðri ofankomu. Fólk er beðið að athuga að talverðar líkur er á því að skólahald leik-, grunn-, og tónskóla geti raskast vegna þessa. Munu tilkynningar verða sendar út á heimasíðu Fjarðabyggðar og Facebook síðu fyrir klukkan 6:30 fyrramálið. Fyrir liggur að allur skólaakstur mun falla niður. Akstur o.fl. Í samráði við bílstjóra, höfu
Lesa meira