Nemendaverndarráð

Við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla starfar nemendaverndarráð samkvæmt reglugerð. Nemendaverndarráði er ætlað að fjalla um mál einstakra nemenda sem hafa verið lögð fyrir ráðið. Umsjónarkennarar vísa málum til ráðsins til að leita eftir stuðningi, samvinnu eða ráðgjöf vegna vanda nemenda sinna.

Í nemendaráði sitja skólasálfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur, fulltrúi Félagsþjónustu Fjarðabyggðar, fulltrúi kennara, umsjónarmaður sérkennslu og skólastjóri. Aðrir aðilar, s.s. umsjónarkennari, læknir og prestur, eru kallaðir til eftir þörfum.

Ráðið heldur fundi a.m.k. einu sinni á önn.