Skólasel

Nemendur yngstu bekkja skólans eiga þess kost að koma í skólasel að loknum skóla og dvelja fram eftir degi. Þannig getur lengsta dvöl þar orðið frá 12:45 - 16:00.  Gjaldskrá er samræmd fyrir frístundaheimili í Fjarðabyggð. Hún er endurskoðuð reglulega af bæjarstjórn Fjarðabyggðar og er foreldrum því bent á að kynna sér gjaldskrá frístundaheimila á heimasíðu Fjarðabyggðar.  Frístundaheimilin eru lokuð í vetrar-, jóla-, páska- og sumarfríum grunnskólanna.  Einnig á starfsdögum leikskólans.  Reynt er að samræma skóladagatal beggja skólastiga við Stöðvarfjarðarskóla.  Starfsemi skólaselsins tekur mið af aðstæðum hverju sinni og ekki er víst að hægt sé að uppfylla allar reglur Fjarðabyggðar (sjá hlekk, neðar).

Dvölin fer fram í leikskólanum og er rekin á forsendum hans.  Sjá má dagsskipulag á heimasíðu skólans.

Sími er 475-9050

Gjaldskrá Fjarðabyggðar

Reglur Fjarðabyggðar