Hjól og önnur farartæki

Ef nemandi kemur á hjóli í skólann skal hann nota hjálm og geyma hjólið í hjólagrind. Athygli er vakin á því að skólinn ber ekki ábyrgð á hjólum sem standa við skólann.

Þann 1. janúar 2020 tóku ný umferðalög gildi, þar er tvennt að finna sem skiptir nemendur okkur máli hvað varðar reiðhjól:

1)  Barn yngra en níu ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.

2) Hjólreiðamaður sem náð hefur 15 ára aldri má reiða börn yngri en sjö ára, enda séu þeim ætluð sérstök sæti og þannig um búið að ekki stafi hætta af hjólteinunum.

Þetta þýðir að nemendum að vori í 3. bekk og uppúr, er frjálst að koma á reiðhjólum í skólann annarsvegar og hinsvegar að einungis nemendur í tíunda bekk og nemendur sem eru á vorönn í níunda bekk mega reiða börn yngri en 7 ára.

Hér er einnig síða hjá Samgöngustofu þar sem farið er yfir helstu nýmæli laganna er varða hjólreiðar.

Nemendur eiga að nota hjálma komi þeir á hjólum í skólann.