Bókasafnið

Almenningssafnið hóf starfsemi árið 1907 og hét þá Lestrarfélag Stöðvarfjarðar og var lengst af í kjallara Samkomuhúss Stöðvarfjarðar.

Skólasafnið tók til starfa árið 1985 þegar kennslubækurnar voru flokkaðar eftir námsgreinum. Þessi tvö söfn voru svo sameinuð þegar flutt var í nýbyggingu grunnskólans árið.

Núverandi starfsmaður er Linda Hugdís Guðmundsdóttir, bókasafnsfræðingur, en hún hóf störf haustið 1983. Henni til aðstoðar er Guðný S. Sigurjónsdóttir sem sér um bókaviðgerðir og afleysingar, en hún hóf störf haustið 2017.

Safnið er opið tvisvar í viku. Skólasafnið á skólatíma en almenningssafnið er opið milli kl. 14 og 19 á þriðjudögum og milli kl. 14 og 17 á fimmtudögum.