Fréttir

Síðasti vordagurinn og útskrift

Þá er síðasti skóladagurinn liðinn. Byrjað var í náttúruskoðun inn við Flögu í Breiðdal og gengið um svæðið. Það var ekki eins bjart yfir og hina dagana, en nemendur létu það ekki á sig fá og tóku fullan þátt. Í hádeginu var grill- og ísveisla. Að endingu fengu nemendur verðlaun fyrir vordaga, ásamt vitnisburði vetrarins. Í lokin voru tveir nemendur úr 10. bekk, útskrifaðir úr skólanum og óskum við þeim velfarnaðar á vegferð sinni framundan. Þeir færðu Björgvin Val, umsjónarkennara sínum þakklæ
Lesa meira

Ratleikur og hjólaþrautir

Vordagar héldu áfram í dag og að þessu sinni vorum við á Stöðvarfirði. Á dagskrá voru ratleikur og hjólaþrautir og svo sund á eftir.
Lesa meira

Fyrsti vordagur

Fyrsti vordagur af þremur, var í dag. Vorum í blíðskaparveðri í Breiðdalnum. Mestur tími fór í sandkastalagerð á Meleyrinni og var ekki auðvelt að fá krakkana aftur heim í nesti, því ákafinn og dug
Lesa meira

Hundalandið

Í vetur hafa nemendur á yngsta stigi verið að vinna að verkefni í samfélags- og náttúrufræði sem við köllum Hundaland. Er þetta verkefni í anda Herdísar Egilsdóttur sem var kennari við Ísaksskóla fyrir margt löngu. Krakkarnir bjuggu til eigið land á svipaðri breiddargráðu og Ísland og nefndu það Hundaland vegna útlits þess sem minnti á hund. Við unnum með tilurð landsins sem er eldfjallaland og ýmsa aðra jarðfræði- og landfræðilega þætti. Krakkarnir lærðu um örnefni og orð yfir landslag s.s. flói, fjörður, vogur, vík, hæð, fjall, hóll og miklu fleiri. Nemendur vildu hafa kóng og drot
Lesa meira

Sundkennsla

Sundkennslan hefst fimmtudaginn 7. maí og verður kennt á Stöðvarfirði. Kennari verður Jóhann Valgeir Davíðsson, íþróttakennari á Eskifirði. Áætlað er að kenna á þriðjudögum og fimmtudögum næstu 3 vikurnar. Skólaakstri til Breiðdalsvíkur seinkar um ca. 50 mínútur og verður lagt af stað kl. 15.10. Yngsta stig og miðstig fara með rútunni, en nemendur unglingastigs (4) fara með skólabílnu
Lesa meira

Útivist

Áfram er útivistin stunduð grimmt í góða veðrinu. Solla er dugleg að fara með nemendur í leiki á ýmsum stöðum. Sjá myndir.
Lesa meira

Stundatöflur dagana 27. apríl - 30. apríl

Hér koma næstu stundatöflur grunnskólans. Á föstudaginn verður enginn skóli, því þá er 1. maí. Eins og fram hefur komið verður skólahald að mestu hefðbundið frá 4. maí n.k. Þá loksins koma unglingarnir okkar í skólann aftur. Væntanlega rjóðir og sællegir, hoppandi glaðir af kæti og munum við taka þeim fagnandi. Við erum að skoða hvernig
Lesa meira

Útivist á yngsta stigi

Dagana 20. og 21. apríl, fóru nemendur um víðan völl. Á Breiðdalsvík gengu þeir upp á Hellur og daginn eftir gengu þeir upp að Svartafossi ofan við þorpið á Stöðvarfirði. Solla tók no
Lesa meira

Stundatöflur dagana 20. apríl - 24. apríl

Hér koma næstu stundatöflur fyrir grunnskólann. Munum að Sumardaginn fyrsti verður á fimmtudaginn og því enginn skóli.
Lesa meira

Páskaleyfi

Skólastarf hefst aftur miðvikudaginn 15. apríl, bæði í leik- og grunnskóla. Á þriðjudeginum er starfsdagur. Óvíst er hvort unglingarnir komi í skólann, eður ei. Sennilega halda þeir áfram í fjarnámi til að byrja með. Skýrist síðar.
Lesa meira