Fréttir

Sundkennsla - aukadagur

N.k. mánudag ætlum við að hafa aukadag í sundkennslunni og náum því að bæta upp annan þessara daga sem við misstum af. Við ætlum að halda sömu tímasetningu. Við þurfum aðeins að fjölga ferðum vegna þessa (sjá mynd)
Lesa meira

Sundkennsla í maí

Sundkennslan hefst þriðjudaginn 7. maí og verður kennt á Stöðvarfirði. Kennari verður Elsa Sigrún Elísdóttir, íþróttakennari á Fáskrúðsfirði. Áætlað er að kenna á þriðjudögum og fimmtudögum næstu 3 vikurnar, þ.e.a.s.
Lesa meira

Loddarar

Á árshátíð skólans var leikritið Loddarar sýnt. Nú getið þið sem ekki komust (og reyndar líka þið sem mættuð) horft á það hérna.
Lesa meira

Páskaleyfi

Lesa meira

Hádegismatur í leikskólanum

Hér sjást nemendur í hádegismat. Þeir eru að gæða sér á Lasagne-rétti og líkar greinilega vel.
Lesa meira

Árshátíðin

Fyrsta árshátíð sameinaðs skóla var haldin fimmtudaginn 4. apríl s.l. Leikritið "Loddarar" var tekið fyrir, Var það samið af Björgvin Val Guðmundssyni, sem jafnframt var leikstjóri sýningarinnar. Ásamt honum var í aðalhlutverki Valdimar Másson, sem sá um tónlistarflutninginn. Um 100 manns sótti árshátíðina og eftir sýningu var slegin upp vei
Lesa meira

Pylsuveisla í Balaborg

Í gær bauð Félag eldri borgara á Stöðvarfirði okkur í skólanum í pylsuveislu. Við mættum að sjálfsögðu og gæddum okkur á pylsum. Hanna Dís þakkaði fyrir okkur með ljóðalestri, en hún hafði áður tekið þátt í Stóru upplestrarkepp
Lesa meira

Lestrarátak skólans í febrúar

Nú lestrarátaki skólans nýlokið. Þrír hópar skólans tóku þátt, þ.e. Yngsta stig, Miðstig og Elsta stig. Einnig fékk starfsfólk að taka þátt, en aðeins sem gestir og komu ekki til greina til verðlauna. Markmið svona átaks er auka lestrarfærni nemandans ásamt því að efla áhuga á lestri góðra bóka. Þetta er m.a. gert með yndislestri á hverjum degi í a.m.k. 20 mínútur. Einstaklingsverðlaunin fékk Sólveig Björg Þórarinsdóttir (Y. st.) og las hún 465 bls. Hópverðlaunin fékk Miðstigið og lásu nemendur þar að meðaltali 155 bls.
Lesa meira

Skólahald - slæm veðurspá

Skólaakstri á milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar hefur verið aflýst á morgun þriðjudaginn 26. febrúar, vegna slæmrar veðurspár. Starfsstöðvar á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði eru opnar og þar fer kennsla fram þó svo skólaakstur falli niður.
Lesa meira