Fréttir

Nýjar reglur um snjalltæki

Þann 1. febrúar taka gildi nýjar reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar. Reglurnar eru samræmdar fyrir allt sveitarfélagið og samþykktar af fræðslunefnd og bæjarstjórn.
Lesa meira

Loksins snjór

Síðustu daga hefur loksins snjóað (að áliti nemenda). Krökkunum fannst þetta kærkomin tilbreyting og fóru m.a. að gera snjóhús.
Lesa meira

Skólabyrjun á nýju ári

Ágætu nemendur og foreldrar! Grunnskólastarfið hefst fimmtudaginn 3. janúar kl. 9:35. Á þeim tíma leggur skólabíllinn af stað frá Breiðdalsvík. Leikskólarnir byrja sama dag, á hefðbundnum tíma (á miðvikudeginum er skipulagsdagur og því lokað).
Lesa meira

Foreldrakaffi

Í dag bauð leikskólinn á Stöðvarfirði upp á foreldrakaffi. Þar tóku allir þátt í söng og verkefnavinnu. Að lokum var boðið upp á piparkökur, skúffuköku og viðeigandi drykki.
Lesa meira

Tendra ljós í skammdeginu

Börnin í leikskólanum á Breiðdalsvík lýstu upp skammdegið með fallegri birtu frá kertaljósi.
Lesa meira

Dagar myrkurs

Dagana 1. og 2. nóv. héldum við upp á Daga myrkurs. Margt var á dagskránni. M.a: mættu nemendur í búningum, draugasaga var lesin á bókasafninu, boðið var upp á kökur í ýmsum formum og rauða drykki úr tilraunagl
Lesa meira

Ærslabelgur

Góð ráð dýr (forfallakennsla). Í stað heimilisfræðinnar í morgun, var ákveðið að heimamenn á Breiðdalsvík skyldu sýna gestunum ærslabelginn sinn. Góð hreyfing þar.
Lesa meira

Bras

Í byrjun september voru nemendur skólans í listagírnum. Þá voru haldnir smiðjudagar í Fjarðabyggð, sem eru hluti af BRAS - menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Í heilan dag voru nemendur í sköpunarvinnu og má sjá afurðir þeirra m.a. við höfnina. Leiðbeinendur úr ýmsum greinum lista voru nemendum til aðstoðar.
Lesa meira

Farið í berjamó

Í ágúst s.l. fóru nemendur skólans í berjamó. Farið var í berjalandið í Jórvík. Í lok ferðar var að sjálfsögðu grillað!
Lesa meira

Heimsókn í Skaftfell

Fimmtudaginn 13. sept. heimsóttu nemendur úr 6. - 7. bekk , Skaftfell á Seyðisfirði. Þar fengu nemendur kynningu á listamönnunum Gunnlaugi Scheving og Nínu Tryggvadóttur. Er þetta verkefni hluti af Bras - Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi og List fyrir alla. Fóru nemendur Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, ásamt nemendum úr Grunnsk
Lesa meira