Bókasafnið á Breiðdalsvík hefur verið rekið sem samsteypusafn frá haustinu 1993 þegar Bókasafn Breiðdalshrepps flutti í núverandi skólahúsnæði og sameinaðist safni skólans. Safnið á sér langa sögu sem rekja má til stofnunar Lestrarfélags Breiðdæla þann 20. maí 1878 að Heydölum og hefur það starfað óslitið síðan.
Starfsemi og aðbúnaður hefur breyst í áranna rás en hlutverkið er alltaf það sama, þ.e. að þjóna almenningi sem og nemendum og starfsfólki skólans sem best.
Á safninu er að finna úrval fræði- og skáldrita ásamt tímaritum, kennslugögnum og spilum.
Almennur útlánstími bóka er fjórar vikur en annar- eða vetrarlán eru á kennslubókum og vasareiknum til nemenda og það sama á við um gögn til kennara.
Á skólatíma er opið á mánudögum og miðvikudögum klukkan 8:30 – 11:00 og eftir samkomulagi.
Opið er fyrir almenning á þriðjudögum kl. 14 – 18 og á fimmtudögum kl. 17 – 19 á veturna og á sumrin er opið á fimmtudögum kl. 14 – 17.
|
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is