Skíðaferð 2024

Við fórum í skíðaferð í gær.  Mætingin var góð og renndu nemendur sér á ýmsum farartækjum; þotum, sleðum eða skíðum.

Lagt var af stað frá Breiðdalsvík klukkan átta að morgni, börnin á Stöðvarfirði tekin upp í rútuna hálftíma síðar og við komum í Oddsskarðið rétt um klukkan tíu.

Dagurinn leið allt of hratt eins og alltaf þegar nemendur hafa gaman (t.d. bara á venjulegum skóladegi) og klukkan tvö var lagt af stað heim.

Það voru teknar nokkrar myndir og þið getið séð þær hér ef þið viljið.