EKKERT SKÓLAHALD Í FJARÐABYGGÐ Í DAG

Vegna veðurs og færðar fellur allt skólahald í öllum skólum Fjarðabyggðar niður í dag, mánudaginn 27. mars. Um er að ræða allt starf leik- og grunnskóla í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.