Bókasafnið á Breiðdalsvík hefur verið rekið sem samsteypusafn frá haustinu 1993 þegar Bókasafn Breiðdalshrepps flutti í núverandi skólahúsnæði og sameinaðist safni skólans. Safnið á sér langa sögu sem rekja má til stofnunar Lestrarfélags Breiðdæla þann 20. maí 1878 að Heydölum og hefur það starfað óslitið síðan.