Myndlist í náttúrunni

Útikennslustofan nýtist sannarlega vel í góða veðrinu.

Í dag voru nemendur á Yngsta stigi að vinna myndir úr hráefnum sem þau fundu í náttúrunni og eins og sést á myndunum sem hlekkjað verður á hér aðeins neðar, var afraksturinn sérdeilis góður.

Þeim var líka kennt að tálga og út úr því kom allt frá spjótum upp í smjörhnífa.

Myndirnar, gjörið svo vel.