Dagar myrkurs

Dagana 1. og 2. nóv. héldum við upp á Daga myrkurs.  Margt var á dagskránni.  M.a: mættu nemendur í búningum, draugasaga var lesin á bókasafninu, boðið var upp á kökur í ýmsum formum og rauða drykki úr tilraunaglösum, draugastærðfræði, stofur voru skreyttar af þessu tilefni.  Einnig kom Jón Hilmar Kárason tónlistaramaður í heimsókn.  Klukkan 18 á föstudeginum fóru nemendur í gegnum skógræktina, þar sem ýmislegt "spúkí" var á leiðinni.  Allt tókst vel og nutu nemendur þessa daga.

Sjá nokkrar myndir