Bleikur dagur

Á föstudaginn er bleikur dagur og þann dag eru landsmenn hvattir til að bera bleiku slaufuna eða klæðast einhverju bleiku.

Við hvetjum alla grunn- og leikskólanemendur til að klæðast einhverju bleiku þennan dag til að sýna stuðning við baráttu gegn brjóstakrabbameini í verki.