Kennsluáætlun í samfélagsgreinum, 5. - 7. bekkur

Kennsluáætlun

 

Bekkur: 5. – 7. bekkur

Námsgrein: Samfélagsgreinar

Kennari: Auður Hermannsdóttir       

Tímafjöldi: 1 klst á viku.

 

Námsgögn: Ég og sjálfsmyndin Lesbók og vinnubók. Styrjaldir og kreppa – saga 20. aldar. Ýmis verkefni frá kennara.

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

×        Tjáning og miðlun  

×        Skapandi og gagnrýnin hugsun 

×        Sjálfstæði og samvinnu  

×        Nýting miðla og upplýsinga 

×        Ábyrgð og mat á eigin námi. 

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun.
Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

 

Kennsluhættir: Kennsla í samfélagsfræði á miðstigi er fjölbreytt og byggist m.a. upp á innlögn og fyrirlestrum kennara og verkefnavinnu nemenda, bæði einstaklings- og hópverkefnum. Reynt er að hafa verkefnin sem fjölbreyttust.

Námsmat: Símat sem byggir á verkefnavinnu og ástundun nemenda í kennslustundum.

Hæfniviðmið í samfélagsfræði

 

Reynsluheimur

Umhverfi, samfélag, saga, menning: Hæfni nemanda til að skilja veruleikann

Að nemandi geti:

  • Sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti, umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi,
  • Skýrt tengsl samfélags, náttúru, trúar og lífsviðhorfa fyrr og nú,
  • Fylgt ferli orsaka og afleiðinga af gerðum manna og bent á leiðir til úrbóta,
  • Gert grein fyrir einkennum og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu og sögu landsins, breytilegrar menningar, trúar og lífsviðhorfa,
  • Greint samhengi heimabyggðar við umhverfi, sögu, menningu og félagsstarf,
  • Aflað sér, metið og hagnýtt upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni í margvíslegum gögnum og miðlum,
  • Notað mikilvæg hugtök til að fjalla um menninag- og samfélagsmálefni,
  • Lýst náttúruferlum sem hafa áhrif á land og gróður,
  • Áttað sig á hvernig loftslag og góðurfar hafa áhrif á búsetu og lífsskilyrði,
  • Lýst með dæmum áhrifum tækni og mannlegrar athafna á samfélag og umhverfi,
  • Gert sér grein fyrir nýtingu og vernd auðlinda og umhverfis, hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum til verndar,
  • Notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga,
  • Rætt á upplýstan hátt um tímabil, atburði og persónur, sem vísað er til í þjóðfélagsumræðu,
  • Metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð,
  • Velt fyrir sér ýmsum þáttum sem sagan hefur mótast af, svo sem umhverfi, samfélagsskipulag og þjóðfélagshreyfingum,
  • Lýst einkennum og þróun íslensks þjóðfélags og tekið dæmi um mikilvæga áhrifaþætti,
  • Dregið upp mynd af afmörkuðum efnisþáttum stórrar og smárrar sögu, nálægrar eða fjarlærar,
  • Greint hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum,
  • Lýst margbreytileika helstu trúarbragða og lífsviðhorfa og áhrifum þeirra á líf fólks,
  • Rætt viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs,
  • Gert grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum heims,
  • Borið saman valin túar- og lífsviðhorf,
  • Nefnt dæmi um áhirf helgirita helstu túarbragða á menningu og samfélög,
  • Borið kennsl á túarlegar vísanir og tjáningu í listum og bókmenntum,
  • Gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra,
  • Lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta,
  • Gert grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnana samfélagsins,
  • Gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu,
  • Lýst með dæmum hvernig samfélagsgerð tengist lífi einstaklinga,
  • Sýnt fram á skilnig á kostnaði eigin neyslu og sé læs á þau áhrif sem ýmis tilboð og auglýsingar hafa á eigin neyslu og á samfélagið,
  • Séð gildi slysavarna og viðbragða við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni.

 

 

 

Hugarheimur

Sjálfsmynd: Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum

Að nemandi geti:

  • Lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu,
  • Lýst með dæmum gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats fyrir eigin sjálfsvitund,
  • Áttað sig á ólíkum kynhlutverkum á nokkrum sviðum og hvernig þau mótast og breytast,
  • Gert sér gein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum,
  • Vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda, hvernig vinna megi með þau á sjálfstæðan og uppbyggjandi hátt,
  • Lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun,
  • Tileinkað sér heilbrigða og holla lífshætti,
  • Metið jákvæð og neikvæð áhrif ýmissa árita í umhverfinu á líf hans og tekið gagnrýna afstöðu til þeirra,
  • Gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess,
  • Sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum,
  • Sett sér markmið og gert áætlanir við fjölbreytt viðfangsefni.

 

Félagsheimur

Samskipti: Hæfni nemanda til að mynda og þróa tegnsl sín við aðra

Að nemandi geti:

  • Tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu,
  • Borið kennsl á ólíkan bakgrunn fólks og virt frelsi þess til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta,
  • Metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordómalausan hátt,
  • Rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðislegum toga,
  • Tekið þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, sýnt ábyrgð í samskiptum og átti sig á réttindum sínum samkvæmt alþjóðarsáttmálum,
  • Tjóð þekkingu sína og viðhorf með fjölbreyttum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra,
  • Nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda,
  • Sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra,
  • Rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra,
  • Rætt reglur í samskiptum fólks og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum,
  • Tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt,
  • Sýnt samferafólki sínu tillitsemi og umhyggju.