Kennsluáætlun í náttúrugreinum, 5. - 7. bekkur

Kennsluáætlun

 

Bekkur: 5. – 7. bekkur

Námsgrein: Náttúrugreinar

Kennari: Auður Hermannsdóttir       

Tímafjöldi: 1 klst á viku.

 

Námsgögn: Náttúrulega, kennslubók og verkefnabók. Lífríkið í sjó, kennslubók auk ýmis konar aukaefnis frá kennara.

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:

×        Tjáning og miðlun  

×        Skapandi og gagnrýnin hugsun 

×        Sjálfstæði og samvinnu  

×        Nýting miðla og upplýsinga 

×        Ábyrgð og mat á eigin námi. 

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun.
Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti. 

 

Kennsluhættir: Kennsla í náttúrufræði á miðstigi er fjölbreytt og byggist m.a. upp á innlögn og fyrirlestrum kennara, verkefnavinnu nemenda, bæði einstaklings- og hópverkefnum og verklegum athugunum og tilraunum. Reynt er að hafa verkefnin sem fjölbreyttust.

Námsmat: Símat sem byggir á verkefnavinnu og ástundun nemenda í kennslustundum.

 

Hæfniviðmið í náttúrugreinum

 

Í náttúrugreinum eru tveir flokkar hæfniviðmiða sem eiga að fléttast saman.

Annars vegar hæfniviðmið um verklag og hins vegar hæfniviðmið um viðfangsefni.

 

Verklag

Hæfniviðmið um verklag skiptast í:

  • Getu til aðgerða
  • Nýsköpun og hagnýting þekkingar
  • Gildi og hlutverk vísinda og tækni
  • Vinnubrögð og færni
  • Ábyrgð á umhverfinu

 

Geta til aðgerða

Að nemandi geti:

  • Greint og sagt frá hvernig tækninotkun og sjálfvirkni getur aukið eða dregið úr lífsgæðum íbúa og umhverfis þeirra.
  • Greint þarfir fólks í nánasta umhverfi sínu og tjáð hugmyndir sínar um lausnir.
  • Rætt mikilvægi samvinnu í samstilltum aðgerðum sem varða eigið umhverfi.

 

Nýsköpun / hagnýting þekkingar

Að nemandi geti:

  • Fjallað um hvernig ólík hæfni nýtist í störfum nútímans.
  • Fjallað um þekktar tækninýjungar eða vísindauppgötvanir og áhrif þeirra á atvinnuhætti og mannlíf í heimabyggð, umhverfi og náttúru.

Gildi /hlutverk vísinda og tækni

Að nemandi geti:

  • Gert sér grein fyrir mikilvægi gagna og líkana við að útskýra hluti og fyrirbæri.
  • Lesið og skrifað um hugtök í náttúruvísindum.
  • Útskýrt áhrif tækni og vísinda á líf fólks.

 

Vinnubrögð og færni

Að nemandi geti:

  • Framkvæmt og útskýrt einfaldar athuganir úti og inni.
  • Útskýrt texta um náttúruvísindi sér til gagns og farið eftir einföldum, munnlegum og skriflegum leiðbeiningum.
  • Beitt vísindalegumvinnubrögðum við öflun einfaldra upplýsinga innan náttúruvísinda og útskýrt ferlið.
  • Hlustað á, metið og rætt hugmyndir annarra.
  • Aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr efni á öðru tungumáli en íslensku.
  • Kannað áreiðanleika heimilda með því að nota bækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur.

 

Ábyrgð á umhverfi

Að nemandi geti:

  • Gert grein fyrir eigin lífssýn og skilningi á samspili náttúrunnar, mannsins og heilbrigði eigin líkama.

 

Viðfangsefni

Hæfniviðmið um viðfangsefni skiptast í:

  • Að búa á jörðinni
  • Lífsskilyrði manna
  • Náttúra Íslands
  • Heilbrigði umhverfisins
  • Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu

 

Að búa á jörðinni

Að nemandi geti:

  • Framkvæmt og lýst eigin athugunum á himingeimnum.
  • Útskýrt innbyrðis afstöðu sólar og jarðar og hvernig hreyfing þeirra tengist árstíða- og dægraskiptum.
  • Rætt um hvernig ræktanlegt land er notað og rætt ýmsar hliðar landnotkunar og verndun gróðurs.
  • Lýst veðri í heimabyggð og loftslagi á Íslandi.
  • Framkvæmt og lýst eigin athugunum á jarðvegi, veðrun, rofi og himingeimnum.
  • Úskýrt hvernig Ísland byggist upp, hvernig landslag þess og jarðvegur breytist.
  • Útskýrt innbyrgðis afstöðu sólar og jarðar og hvernig hreyfing þeirra tengist árstíða- og dægraskiptum og því að tíminn líður.
  • Notað gervihnatta- og loftmyndir af yfirborði jarðar, til að lýsa heimabyggð, landinu í heild og völdum svæðum heimsins.

 

Lífsskilyrði manna

Að nemandi geti:

  • Útskýrt lífsskilyrði manna og helstu áhættuvalda í umhverfinu
  • Gert grein fyrir muni á hreinu vatni og menguðu, hvað megi gera til að draga úr vatnsmengun.

 

Náttúra Íslands

Að nemandi geti:

  • Lýst reynslu sinni, athugun  og upplifun af lífverum í nátturulegu umhverfi.
  • Lýst einkennum plantna og dýra, stöðu þeirra í náttúrunni, tengsl þeirra innbyrgðis og við umhverfi sitt.
  • Lýst ólíkum vistkerfum á heimaslóð eða við Ísland.
  • Útskýrt hvar og af hverju helstu náttúruhamfarir verða, sem búast má við á Íslandi og hvernig viðbrögð við þeim eru skipulögð.
  • Útskýrt hvernig aðlögun lífvera að umhverfinu gerir þær hæfari til að lifa af og fjölga sér.
  • Lýst og útskýrt hvernig orka í íslensku umhverfi getur breytt um mynd.

 

Heilbrigði umhverfisins

Að nemandi geti:

  • Gert grein fyrir notkun manna á auðlindum.
  • Dregið ályktanir af tilgangi flokkunar úrgangs.
  • Útskýrt þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita.
  • Lýst kröftum sem hafa áhrif á dalegt líf manna.

 

Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélagi

Að nemandi geti:

  • Lýst áhrifum tækni á íslenskar atvinnugreinar
  • Lýst hvernig rafmagn verður til, eiginleikum segla og notkun þeirra.
  • Lýst bylgjuhreyfingum og rætt nýtingu hljóðs og ljóss í tækni og atvinnulífi.