Kennsluáætlun í lífsleikni fyrir 1. - 4. bekk

Kennsluáætlun í Lífsleikni skólaárið 2023-2024 

Bekkur: 1.-2. bekkur 

Námsgrein: Lífsleikni 

Kennarar: Ingibjörg Ómarsdóttir 

Tímafjöldi: 60 mínútur á viku 

Námsgögn: Efni frá kennara 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:  

 · Tjáning og miðlun 

 · Skapandi og gagnrýnin hugsun  

 · Sjálfstæði og samvinnu 

 · Nýting miðla og upplýsinga  

 · Ábyrgð og mat á eigin námi. 

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum. 

 

Önnur hæfniviðmið sem lúta að almennri framkomu og vinnulagi í tímum og metin eru yfir allt árið: 

● Tekur ábyrgð á eigin námi. 

● Virðir vinnufrið annarra. 

● Vinnur með öðrum og sýnir jákvæðni í samskiptum. 

● Leitar upplýsinga, les sér til gagns og vinnur sjálfstætt. 

● Vinnur vel og fer eftir fyrirmælum. 

● Sýnir vönduð vinnubrögð við verkefnaskil. 

● Fer eftir þeim fyrirmælum sem lagt er upp með og skilar verkefnum á réttum 

tíma  

 

Hæfniviðmið tengjast grunnþáttum menntunar og er skipt í þrjá flokka: Reynsluheim, hugarheim og félagsheim. 

 

Hæfniviðmið samkvæmt aðalnámskrá: Við lok 4. bekkjar getur nemandi: 

 
 
 
 
 
 
 

Námsþættir   

 
 
 
 
 

Námsmarkmið 

 
 
 
 
 

Kennsluhættir 

 
 
 
 
 

Námsmat 

 
 
 
 
 

Reynsluheimur 

Umhverfi, samfélag, saga, mennig: Hæfni nemenda til að skilja veruleikann 

 
 
 
 
 • Borið kennslu á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og sáttfýsi. 

 • Lýst samhengi orða, athafna og afleiðinga. 

 • Rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi. 

 • Bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmda á mannlíf og umhverfi. 

 • Velt fyrir sér upplýsingum, gildi þeirra og áreiðanleika. 

 • Velt fyrir sér nærtækum spurningum sem tengjast trú, lífsviðhorfi og breytni. 

 • Áttað sig á muninum á völdum þáttum trúar- og lífsviðhorfa. 

 • Áttað sig á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða í samfélagi manna. 

 • Bent á dæmi um lýðræðislega þætti í nærsamfélaginu. 

 • Áttað sig á gildi samhjálpar í samfélaginu. 

 • Áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi. 

 • Varast hættur á heimili sínu og í nágrenninu. 

 
 
 
 

Bein kennsla, kveikja, innlagnir, myndbönd, umræður, einstaklings- og hópavinna, einstaklingsmiðuð verkefni, sjálfstæð vinnubrögð og fleira. 

 
 
 
 

Námsmat er fjölbreytt og er í formi símats þar sem fylgst er með þátttöku, framförum, áhuga og færni nemenda. Símatið er tekið jafnt og þétt yfir veturinn af kennara. 

 
 
 
 
 

Hugarheimur 

Sjálfsmynd: Hæfni nemenda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum 

 
 
 
 
 • Sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venjum. 

 • Bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda fyrir sjálfan sig. 

 • Bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim. 

 • Gert sér grein fyrir hvar styrkur hans liggur. 

 • Bent á fyrirmyndir sem hafa áhrif á hann. 

 • Áttað sig á og lýst ýmsum tilfinningum, svo sem gleði, sorg og reiði. 

 • Gert sér grein fyrir þörf sinni fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti. 

 • Gert sér grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem hafa áhrif á líf hans. 

 • Gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna. 

 • Sett sig í spor annarra jafnaldra. 

 • Sett sér markmið og gert áætlanir við úrlausn afmarkaðra verkefna. 

 
 
 
 

Bein kennsla, kveikja, innlagnir, myndbönd, umræður, einstaklings- og hópavinna, einstaklingsmiðuð verkefni, sjálfstæð vinnubrögð og fleira. 

 
 
 
 

Námsmat er fjölbreytt og er í formi símats þar sem fylgst er með þátttöku, framförum, áhuga og færni nemenda. Símatið er tekið jafnt og þétt yfir veturinn af kennara. 

 
 
 
 
 

Félagsheimur 

Samskipti: Hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl sín við aðra 

 
 
 
 
 • Tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi. 

 • Áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og ber virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum. 

 • Hlustað á og greint að ólíkar skoðanir. 

 • Rætt um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni. 

 • Rætt um réttindi sín og skyldur í nærsamfélaginu og sýnt ábyrgð í samskiptum við aðra og þekki til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 

 • Tjáð þekkingu sína og viðhorf með ýmsum hætti. 

 • Áttað sig á gildi jafnréttis í daglegum samskiptum. 

 • Sýnt tillitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra. 

 • Áttað sig á ýmiss konar afleiðingum athafna sinna. 

 • Sýnt að hann virðir reglur í samskiptum fólks, skráðar og óskráðar, og nefnt dæmi um slíkar reglur. 

 • Sett sig inn í málefni nærsamfélagsins. 

 • Sýnt tillitssemi og umhyggju í leik og starfi. 

 
 
 
 

Bein kennsla, kveikja, innlagnir, myndbönd, umræður, einstaklings- og hópavinna, einstaklingsmiðuð verkefni, sjálfstæð vinnubrögð og fleira. 

 
 
 
 

Námsmat er fjölbreytt og er í formi símats þar sem fylgst er með þátttöku, framförum, áhuga og færni nemenda. Símatið er tekið jafnt og þétt yfir veturinn af kennara. 

 

Námsmat: Símat yfir alla önnina 

 

Áskilinn er réttur til breytinga á áætlun og námsmati.