Kennsluáætlun í hönnun og smíði fyrir 5. - 7. bekk

Kennsluáætlun

Bekkur: 5. - 7. bekkur

Námsgrein: Hönnun og smíði

Kennari: Björgvin Valur Guðmundsson

Tímafjöldi: 60 mín. á viku

Námsgögn: Öll almenn áhöld smíðastofunnar.

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

  • Tjáning og miðlun  

  • Skapandi og gagnrýnin hugsun 

  • Sjálfstæði og samvinnu  

  • Nýting miðla og upplýsinga  

  • Ábyrgð og mat á eigin námi.

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

  • Að nemendur læri að beita verkfærum á réttan hátt 

  • Að nemendur kynnist hönnunar-/rannsóknarferli hönnuða og listamanna og geti unnið eftir vinnuferli frá hugmynd til lokaafurðar

  • Að nemendur geti skráð hugmyndavinnu og verkferli í skissubók

  • Að nemendur geti unnið sjálfstætt og sýni frumkvæði 

  • Að nemendur læri tungutak hönnunar og smíði

  • Að nemendur læri góða umgengni á verkstæði

Námsgögn: Öll almenn áhöld íþróttahússins og sundlaugarinnar.

  • Námsmat: Símat yfir alla önnina. 

  • Einkunnir verða gefnar út að vori samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla á kvarðanum D, C, C+, B, B+ og A

Áskilinn er réttur til breytinga á áætlun og námsmati.

Námsþættir

Hæfniviðmið

Handverk

Valið og notað á réttan hátt helstu verkfæri og mælitæki.

Hönnun og tækni

Nemandi geti útskýrt hugmyndir sínar með því að rissa upp málsetta vinnuteikningu.

Nemandi geti lesið einfalda teikningu, smíðað eftir henni og unnið eftir hönnunarferli frá hugmynd að lokaafurð.

Nemandi geti valið samsetningar og yfirborðsmeðferð sem hæfa verkefnum.

Umhverfi

Nemandi geti gert grein fyrir hvort efni séu hættuleg og hvernig hægt er að endurnýta og flokka efni sem fellur til í smíðastofunni.

Nemandi geti gert við og endurnýjað eldri hluti og lengt þannig líftíma þeirra.