Kennsluáætlun - enska 5., 6. og 7. bekkur

Kennsluáætlun - enska 5., 6. og 7, bekkur

 

Bekkur: 6. og 7. bekkur

Námsgrein: Enska

Kennari: Björgvin Valur Guðmundsson

Tímafjöldi: 120 mínútur á viku

 

Námsgögn: 

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

Námsefni:  Yes We Can 5, 6 og 7.  Verkefni af vef og verkefni búin til af kennara.

 

Námsþættir  

Hæfniviðmið

Kennsluhættir

Námsmat

Hlustun

  • Skilið það mál sem notað er í kennslustofunni og brugðist við með orðum eða athöfnum.

  • Fylgt meginþræði í einföldum frásögnum um kunnuglegt efni með stuðningi, t.d. af myndum, hlutum eða líkamsmáli og notað sér upplýsingarnar í eigin verkefni.

  • Fylgst með einföldu efni í myndmiðlum og úr heimi dægurmenningar sem er kunnuglegt úr heimi barna og unglinga og greint frá því helsta.

Hlustað á hljóðefni með kennslubókum og efni af netinu.

Kannanir og mat í lok annar.

Lesskilningur

  • Skilið megininntak í aðgengilegum frásögnum dagblaða, tímarita og netmiðla og brugðist við og fjallað um efni þeirra.

  • Fundið lykilupplýsingar í texta í þeim tilgangi að nýta í verkefnavinnu.

Lestur fréttamiðla og annarra texta á netinu.

 

Samskipti

  • Lesið sér til gagns og gamans stuttar, einfaldar bækur og fræðsluefni fyrir börn og unglinga og rætt efni þeirra með stuðningi kennara eða skólasystkina

Spjallað um áhugamál nemenda og daglegt líf.

 

Frásögn

  • Sagt hnökralítið frá reynslu, framtíðaráformum og eigin skoðunum.

Nemendur segja lífsreynslusögur.

 

Ritun

  • Skrifað texta af mismunandi gerðum, með stuðningi, t.d. gátlista og fyrirmynda og hagað máli sínu í samræmi við inntak og viðtakanda.

  • Samið texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.

Ritgerðir og frásagnir frá eigin brjósti.

 

Menningarlæsi

  • Sýnt fram á að hann þekkir til siða og hefða viðkomandi mál- og menningarsvæða og getur borið saman við eigin menningu.

Samþættað inn í námsefnið.

 

Námshæfni

Beitt einföldum námsaðferðum til að auðvelda námið, t.d. nýtt sér titil á texta eða myndir sem fylgja til að auðvelda skilning á inntaki.

    • Nýtt sér hjálpartæki, s.s. einfaldar orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit og leitarvélar.