Kennsláætlun í ensku fyrir 9. og 10. bekk

 

Bekkur:  8. - 10. bekkur

Námsgrein:  Enska

Kennari:  Björgvin Valur Guðmundsson

Tímafjöldi:  120 mínútur á viku 

Námsgögn: Spotlight 9 og Spotlight 10.  Efni af vef og efni búið til af kennara.

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 

Námsþættir  

Hæfniviðmið

Kennsluhættir

Námsmat

Hagnýt málnotkun

C - hæfni

Nemandi getur sýnt fram á að hann skilur sæmilega vel og getur nýtt sér talað mál um almenn málefni í aðstæðum sem hann þekkir.

B - hæfni

Nemandi getur sýnt fram á að hann skilur vel og getur nýtt sér talað mál um almenn málefni í aðstæðum sem hann þekkir.

A - hæfni

Nemandi getur sýnt fram á að hann skilur mjög vel og getur nýtt sér talað mál um almenn málefni í aðstæðum sem hann þekkir.

Horft á efni, hlustað eða lesið og umræður um það á eftir.  Kennari kemur með umræðuefni í tíma og nemendur tjá sig um það.

Námsmat fer fram með símati og eru skilaverkefni nemenda metin jafnóðum.  Í lok annar er svo framkvæmt lokamat og hæfni nemenda metin út frá þessu tvennu.

Skilningur á lesnum texta og töluðu máli

C - hæfni

Hefur tileinkað sér viðunandi orðaforða til að geta lesið sér til gagns og ánægju, með nokkurri fyrirhöfn þó, almenna texta af ýmsum toga og um margvísleg málefni.

B - hæfni

Hefur tileinkað sér nægilega góðan orðaforða til að geta lesið sér til gagns og ánægju almenna texta af ýmsum toga um margvísleg málefni.


A - hæfni

Hefur tileinkað sér mjög fjölbreyttan orðaforða og getur fyrirhafnarlítið lesið sér til gagns og ánægju almenna texta af ýmsum toga um margvísleg málefni.

Horft á efni, hlustað eða lesið og verkefni unnin upp úr því.

 

Ritun

C - hæfni

Getur skrifað samfelldan texta um efni sem hann þekkir.

B - hæfni

Getur skrifað lipran, samfelldan texta á um efni sem hann þekkir, sýnt fram á góð tök á orðaforða og megin reglum málnotkunar.

 

A - hæfni

Getur skrifað skýran og skilmerkilegan samfelldan texta um efni sem hann þekkir.

Nemandi skrifar ritgerð eða frásögn frá eigin brjósti.

 

Málfræði

C - hæfni

Fylgt grunnreglum um málnotkun og helstu hefðum varðandi uppbyggingu texta og hagnýtt sér þann orðaforða sem unnið hefur verið með.

 

B - hæfni

Fylgt hefðum varðandi uppbyggingu og samhengi texta og notað tengi orð við hæfi.

 

A - hæfni

Fylgt af öryggi reglum um málnotkun og hefðir varðandi uppbyggingu texta og hagnýtt sér markvisst þann orðaforða sem unnið hefur verið með.

Unnið í máldfræðihefti.

 

Menningarlæsi

C - hæfni

Getur sýnt fram á að hann þekkir til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og gerir sér grein fyrir hvað er líkt eða ólíkt hans eigin aðstæðum.

B - hæfni

Þekkir vel til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og gerir sér góða grein fyrir hvað er líkt eða ólíkt hans eigin aðstæðum.

A - hæfni

Sýnir fram á að hann þekkir mjög vel til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og gerir sér mjög góða grein fyrir hvað er líkt eða ólíkt hans eigin aðstæðum

Kennari útbýr eða finnur námsefni sem fjallar um mannlíf á ensku málsvæði og leggur fyrir nemendur.