Vordagurinn fyrsti

Að venju ljúkum við skólaári nemenda með vordögum.

Sá fyrsti af þremur slíkum var í dag og þá fórum við m.a. og stungum niður trjáplöntum inn við Tinnu, lékum okkur á Meleyrinni og fórum í fjárhúsin á Þverhamri.

Á morgun er það svo rúntur með langferðabíl upp á Hérað og á fimmtudaginn verður útuvistardagur á Stöðvarfirði.

Skólaslit verða svo í skólanum á Breiðdalsvík á föstudaginn.

Við gleymdum að taka myndir við gróðursetninguna en náðum öllu hinu.  Smellur er sögu ríkari.