Vesúvíus

Nemendur í 1. – 4. bekk hafa verið að læra um Rómaveldi til forna í samfélagsfræði og því tengdu fjölluðum við um eldfjallið Vesúvíus og hvernig gos þess gjöreyddi borginni Pompeii. Svo skemmtilega vildi til að gjósa fór í Geldingadölum þegar við vorum að fjalla um Vesúvíus svo umfjöllunarefnið var nær þeim en  ella. Krakkarnir gerðu sitt eigið eldfjall og létu það gjósa og hér má sjá afrakstur þeirrar vinnu.