Valgreinar í VA

Elstu nemendur skólans hafa það sem af er skólaári, farið á Norðfjörð á fimmtudögum þar sem þau mæta í valgreinar hjá Verkmenntaskóla Austurlands.

Þetta mun vara í nokkrar vikur enn og láta nemendur vel af þessu fyrirkomulagi.  Á Norðfirði hitta þau jafnaldra sína úr öðrum skólum í Fjarðabyggð en VA býður valgreinar sem erfitt er að koma fyrir í grunnskólunum.

Við deilum þessum myndum með ykkur en þær voru teknar í gær af nemendum, einbeitta í áhugverðum verkefnum.