Tímamót

Þau tímamót verða í skólanum nú í vor að Gurra og Jónas láta bæði af störfum.

Jónas var að vísu hættur en kom aftur til okkar tímabundið vegna forfalla í starfsliðinu en nú segist hann vera endanlega farinn.  Gurra hættir líka í vor eftir langan og farsælan feril sem hófst 1982 við Grunnskólann á Stöðvarfirði.  

Það verður eftirsjá af Gurru (og þeim báðum) og í dag var hún kvödd af nemendum og samstarfsfólki á Yngsta stigi.  Þau byrjuðu á ratleik, þar sem hún skannaði inn kóða og honum fylgdu svo myndskilaboð frá börnunum.

Ratleikurinn endaði úti í Nýgræðngi þar voru grillaðir hamborgarar og allir mættu saddir og sælir í skólann að því loknu.

Milljón myndir í myndabanka mjakast nær.