Snjór

Veturinn ætlar ekki að sleppa tökunum enda er ennþá bara mars.

Það varð lítið úr hefðbundinni kennslu í dag því ófært var á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur og erfitt að komast um innanbæjar.  Mæting var því frjáls.  

Gurra fór með nokkur af Yngsta stigi út í snjóinn, eftir að hún hafði mokað tröppurnar að skólanum í morgun, og að sjálfsögðu var búið til snjóhús.