Skólaslit og fleira

í dag var síðasti skóladagur á þessu skólaári og lauk honum með skólaslitum.  

Áður en til þeirra kom, gerðu nemendur sér ýmislegt til skemmtunar; Yngsta stig fór í ratleik og grillaði sykurpúða, Miðstig fór bæði á fiskveiðar og í golf og Unglingastigið keppti í Master Chef og fengu gestir á skólaslitunum að gæða sér á afrakstrinum.

Við kvöddum nemendur 10. bekkjar; ÖnnuBellu, Hönnu Dís, Stefán, Hreindísi og Ísoldu og þökkum þeim kærlega fyrir samveruna.

Við kvöddum líka Jónas Ólafsson sem nú lætur af störfum sem skólastjóri og aðstoðarskólastjóri eftir 33 farsæl ár.  Hafi hann þakkir fyrior frábært samstarf og góða leiðsögn.

Myndir!  Myndir!  Myndir!