Skólabyrjun

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Þar sem framkvæmdir við skólahúsnæðið á Breiðdalsvík hafa dregist, sjáum við okkur ekki annað fært en að hafa skólabyrjunina á Stöðvarfirði á morgun og verðum því þar bæði miðvikudag og fimmtudag.  Hins vegar stefnum við á að vera á báðum stöðum á föstudaginn (ef vel gengur að þrífa aðalhæðina).

Á morgun verður ekki formleg skólasetning, heldur mæta nemendur í skólann í ca. klukkutíma.  Þar ætlum við að afhenda stundaskrár, bækur og beiðnablað vegna skólamáltíða.  Einnig kynna nýir kennarar sig fyrir nemendum.  Foreldrar nemenda 1. bekkjar koma hins vegar og fylgja börnum sínum í skólann þennan fyrsta skóladag þeirra.

Strætisvagnar Austurlands hafa samið við nýjan aðila, varðandi skólaaksturinn.  Tanni Travel verður með hann í vetur og verður fyrsta ferð þeirra frá Breiðdalsvík,  fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8.00 og til baka kl. 14.20-14.30.  Þannig verður það svo í vetur, eins og í fyrra.

Á morgun hins vegar, ætlum við að bjarga málum með okkar 12 nemendur frá Breiðdalsvík, þannig að Hlíðar tekur 6 nemendur og Steinþór og Solla rest.  Lagt verður af stað kl. 9.30 og til baka ca. 11.00.

Skólamatur hefst á fimmtudaginn.

Nokkrir punktar, sem rétt er að hafa í huga:

  • Umsjónarkennari Yngsta stigs (8 nem) verður Gurra
  • Umsjónarkennari Miðstigs (8 nem) verður Anna Margrét (einnig staðgengill skólastjóra)
  • Umsjónarkennari Unglingastigs (7 nem) verður Björgvin Valur
  • Þær Sif og Sólrún verða í ársleyfi þetta skólaárið og leysir undirritaður Sif af, á meðan.  Þrír nýir kennarar koma til starfa.
  • Guðný Valborg verður í 50% starfi og kennir á Yngsta st. ásamt tónmennt. Hún er einnig organistinn okkar og býr á Randversstöðum. 
  • Steinunn verður einnig í 50% starfi og kennir einkum á Unglingast. (stærðfræði og náttúrugreinar).  Hún er tamningamaður og býr á Felli. 
  • Steinþór verður í 100% starfi og kennir einkum á Miðstigi (ásamt öllum íþróttum).  Hann hefur áður kennt við skólann og býr á Breiðdalsvík.
  • Einnig verða sjáanlegar breytingar á störfum Sigrúnar, Sollu og undirritaðs

 

Með ósk um gott samstarf í vetur,

Jónas