Samstarf við Breiðdalssetur

Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli hefur hafið samstarf við Breiðdalssetur. Samstarfið er fyrst og fremst hugsað til að auðga náttúrufræðiþekkingu á unglingastigi. Fyrsti samstarfsdagurinn var miðvikudagurinn 16. mars frá kl. 8.30-11.30.

Samstarfið mun svo halda áfram næstu tvo miðvikudaga og vera allt í allt þrjú skipti sem gerir þetta að tæplega 14 kennslustundum þegar allt er tekið saman.

María hjá Breiðdalssetri hefur tekið mjög vel á móti okkur og gert efnið áhugavert fyrir nemendur og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Vonandi munum við halda samstarfi áfram um ókomin ár.

En hver mynd segir þúsund orð, er það ekki?