Samfélagsfræðitími í útikennslustofunni

Nemendur nýttu sér góða veðrið 27. febrúar og unnu verkefni í útikennslustofunni.  Krakkarnir mældu ummál, hæð og breidd í metramáli.  Þeim fannst þetta skemmtileg tilbreyting og þeir unnu verkefnið vel. Hér má sjá þrjár myndir frá vinnunni.  Eftir verkefnavinnuna voru hamrarnir teknir fram og krakkarnir negldu saman nokkrar spýtur.  Að lokum var kakó drukkið af bestu lyst.