Pylsuveisla í Balaborg

Í gær bauð Félag eldri borgara á Stöðvarfirði okkur í skólanum í pylsuveislu.  Við mættum að sjálfsögðu og gæddum okkur á pylsum.  Hanna Dís þakkaði fyrir okkur með ljóðalestri, en hún hafði áður tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni á Eskifirði fyrir 2 vikum síðan.  Í lokin fengu gestirnir bæði skúffuköku og lítið páskaegg.  Við hlökkum til næsta boðs, því þessir hressu eldri borgarar ætla að bjóða okkur aftur síðar!

Sjá fleiri myndir