Öskudagur 2023

Það er margt skemmtilegt við öskudaginn.  Það má t.d. koma í búningum í skólann, allir fá nammi og svo hefst vetrarfrí á hádegi.

Eins og það sé ekki nóg, þá fellur kennsla að mestu leyti niður en í staðinn er farið í leiki í íþróttahúsinu fram að pulsupartíi.

Það er samt eitt sem við skiljum ekki; hvers vegna er aldrei köttur í tunnunni?

Við nýttum að sjálfsögðu hina margrómuðu ljósmyndatækni og afraksturinn sést ef þú smellir á þessa línu.