Öskudagur 2022

Öskudagurinn er alltaf skemmtilegur hjá okkur í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla því þá gerum við eitthvað allt annað en að sitja í kennslustundum og læra.

Eins og svo oft áður var komið saman í íþróttasalnum á Breiðdalsvík og farið í leiki, þrautir voru leystar og reynt var að slá köttinn úr tunnunni.  Reynt segi ég, því tunnusmiðurinn tók hlutverk sitt of hátíðlega og hafði tunnuna svo rammgera að hvorki nemendum né starfsfólki tókst að frelsa köttinn.  Hann bíður því í tunnunni til næsta árs, greyið.

Við tókum myndir.  Við tókum margar myndir sem þið getið skoðað hér.