Litlu jólin

Litlu jólin voru haldin í skólanum í dag.  

Byrjað var á kósýstund sem nemendur +attu með umsjónarkennurum inni í stofu og svo var farið í bingó á sal.

Loks var dansað kringum jólatréð og að sjálfsögðu komu rauðklæddir gestir í heimsókn.

Að litlu jólum loknum var svo komið jólafrí, öllum til mikillar gleði.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári.

Og myndir?  Þær eru hér