Litlu jólin

Litlu jólin voru haldin í skólanum í dag.

Nemendur og starfsfólk gæddu sér á hátíðarmat sem töfraður var fram í eldhúsinu og drukku með því jólaöl.

Farið var í ýmsa leiki, spiluð vist og bingó og að sjálfsögðu komu rauðklæddir gestir í heimsókn.

En myndirnar maður minn lifandi, myndirnar.  

Eftirfarandi fyrirtækjum þökkum við fyrir vinninga í bingói og félagsvist:  Hótel Breiðdalsvík, Sesam brauðhús, Kaupfjelaginu, Hótel Hildibrand, Gallerí Snærós, Brekkunni, Sumarlínu, Kaffi Hamri A4 og Lyfju.