Litlu jólin

Jólasteikin.
Jólasteikin.

Litlu jólin voru haldin við óvenjulegar aðstæður v/Covid-19.  T.d. var ekki dansað í kringum jólatré þetta árið, þar sem mikil nánd er við þá athöfn.  Sett var upp dagskrá fyrir daginn, þar sem nemendur m.a. sungu jólasöngva í umsjón tónlistarkennaranna.  Einnig voru jólamyndir settar á skjáinn, jólamatur borðaður, spilastund, jólabingó með góðum verðlaunum og síðan lauk deginum með ísveislu.  Jólasveinar rétt kíktu í leikskólann með því að stinga nefi inn um gluggann.  Einnig komu þeir á harðahlaupum ínn í grunnskólann og ætluðu að vera með einhvern derring, en var umsvifalaust vísað af sviðinu, þar sem þeir voru ekki með grímur.  Sjá nokkrar myndir.