Litlu jólin

Litlu jól leikskólans verða á Breiðdalsvík næsta föstudag kl. 10 og á Stöðvarfirði næsta fimmtudag kl. 10. Deildarstjórarnir senda póst til heimila um nánara skipulag.
Hvað varðar grunnskólann má sjá neðangreint...
Breyting, miðað við frétt af heimasíðu dags. 27.11.
N.k. fimmtudag verða litlu jólin hjá okkur. Þau verða aðeins með breyttu sniði vegna Covid-19.
Sjá meðf.dagskrá.
8.00 - 9.20 Skv. stundaskrá
9.20 - 9.45 Frímó + nesti
9.45 - 10.10 Jólalagasöngur í umsjón Mána og Navinu
10.10 - 11.55 Jólamyndir í 2-3 stofum (Home alone o.fl.)
11.55 - 12.30 Jólamatur (hamborgarhryggur o.fl.)
12.30 - 13.15 Spilastund (Félagsvist og Ólsen Ólsen)
13.15 - 14.00 Jólabingó (hver nemandi fær eitt spjald)
14.00 - 14.20 Ísveisla og jólapakkaafhending
14.20 Brottför og jólaleyfi

  • Við ætlum að halda áfram jólapökkunum, þ.e. að nemendur mæti með einn jólapakka að verðmæti allt að 800 kr. Þeim er svo ruglað og afhentir í dagslok. Annar pakkaruglingurinn er fyrir 1.-5.b og hinn fyrir 6.-10.b.
  • Nemendur þurfa ekki að mæta með skólatösku þennan dag. Kennarar sjá um annars konar námsefni.
  • Vinningar í jólabingóinu verða m.a. frá Breiðdalsbita, Kaffi Hamri, Kaupfjelaginu, Gallerí Snærós, Brekkunni o.fl.
  • Jólaleyfið hefst 18. des. og stendur til og með 4. janúar. Þriðjudaginn 5. janúar byrjum við aftur og skv. venju byrjar skólinn 9.35, þennan fyrsta skóladag á nýju ári.
  • Ekki er gert ráð fyrir þátttöku neinna annarra, en nemenda og starfsfólks skólans.

Með kveðju,
starfsfólk skólans