List fyrir alla - brúðuleikhús

Yngri nemendur með verk sín.
Yngri nemendur með verk sín.

Í dag fórum við á Brúðuleikhúsið um hana Búkollu.  Er þetta á vegum verkefnis sem heitir "List fyrir alla".  Eftir vel heppnaða sýningu, fóru nemendur í smiðjur þar sem m.a. var unnið í brúðugerð, umhirðu hárs o.fl.   Sjón er sögu ríkari.

Eins og segir á heimasíðu verkefnisins ...

"Sviðið er lítið og færanlegt, tæknikröfurnar eru engar, svo sýninguna er hægt að setja upp í minnstu leikskólunum – eða heima í stofu hjá þér!

Handbendi Brúðuleikhús, frá Hvammstanga, er atvinnu(brúðu)leikhús Norðurlands vestra. Stofnað af Gretu Clough, fyrrum listamanni hússins hjá hinu virta Little Angel Theatre í London. Handbendi semur sýningar fyrir alla aldurshópa sem fara leikferðir innanlands og utan

Sýningin er 20 mínútna löng, og með fylgir klukkustundarlöng brúðugerðarsmiðja þar sem börnin fá að búa til einfalda brúðu úr efnivið sem fellur til á flestum heimilum."