Leikskólinn á Breiðdalsvík - útskrift

Glaðir nemendur.
Glaðir nemendur.

Útskriftin fór fram í blíðu föstudaginn 12. júní.  Nemendurnir voru að sjálfsögðu búnir að skreyta með blöðrum og tilheyrandi.  Þeir byrjuðu svo á að syngja fyrir foreldrana og buðu svo upp á grillaðar pulsur.  Í eftirrétt var ís og kaka.   Þrír nemendur útskrifuðust að þessu sinni.  Það voru Kristbjörg Lilja, Þórdís Karen og Hlynur Logi, en hann var akkúrat hjá okkur þennan dag og má segja að hann hafi útskrifast úr tveimur leikskólum.  Hann hafði áður útskrifast frá Eyrarvöllum. Sjá myndir.