Kaffiboð hjá eldri borgurum

Eldri borgarar á Stöðvarfirðu buðu nemendum og starfsfólki skólans í kaffi og kruðerí í morgun.

Þetta þótti okkur alveg bráðsniðugt því tengingin milli ungdómsins og hinna eldri er ekki eins sterk og hún var áður fyrr þegar kynslóðirnar bjuggu allar undir sama þaki.  Þessari tengingu þarf að koma á aftur og svona hittingur er liður í því.

Öll fóru södd og sæl aftur í skólann og nú stendur upp á okkur að bjóða eldri borgurum í heimsókn til okkar.

Myndir?  Jú, þær eru hér.