Jóladagurinn

Mánudaginn 2. desember fer fram svokallaður Jóladagur í skólanum á Breiðdalsvík, þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans undirbúa nokkrar starfsstöðvar með jólaföndri.  Nemendur eru búnir að baka smákökur og boðið verður upp á kaffi og djús.  Að þessu sinni verður boðið upp á fjórar starfsstöðvar: Kertagerð, laufabrauðsgerð, kertaskreyting og piparkökuskreytingar.  Í lok dagsins fer fram tendrun jólatrésins kl. 18.00.  Öllum íbúum er að sjálfsögðu boðið að taka þátt. 

Hefðbundið grunnskólastarf verður til kl. 14.20 og hefst Jóladagurinn kl. 16.00.  Í þessu hléi sem þarna myndast ætlum við að sýna jólamynd af skjávarpa.  Ekki verður gert ráð fyrir ferðum, þarna heldur gerum við ráð fyrir að foreldrar komi á þennan viðburð.  Ef hins vegar nemanda vantar far, reddum við því að sjálfsögðu.

Allir velkomnir.

 

Ferðahópurinn verður með klósettpappír, lakkrís, jólapappír o.fl. til sölu á Jóladeginum.

 

Með kveðju,

starfsfólk skólans og foreldrafélagið.