Jóladagur skólans

Að vanda ætlum við að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman fyrir jólin.  Við köllum daginn jóladag (ekki samt rugla honum saman við þann sem er á milli aðfangadags og annars í jólum).

Að þessu sinni verðum við á Breiðdalsvík miðvikudaginn 7. desember og ætlum að byrja skemmtilegheitin klukkan 16:00.  Eftrirfarandi stöðvar verða í boði:

  • Laufabrauðsgerð og piparkökuskreytingar
  • Föndur
  • Spil (borðspil og Ólsen Ólsen og svoleiðis)
  • Jólamynd og kósý

Klukkan 17:30 verða svo tendruð ljósin á jólatrénu.

Forldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum og endilega hafa jólaskapið með í för.