Jóladagur skólans

Vísindasmiðjan sló í gegn.
Vísindasmiðjan sló í gegn.

Í dag hélt Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli sinn árlega Jóladag.  Þá er hefðbundinni kennslu kastað út í hafsauga að mestu og nemendur vinna allskyns önnur verkefni.

Í ár var farið í vísindasmiðju, jólaföndur, laufabrauðsgerð og smákökuskreytingar.  Allir skemmtu sér konunglega og í hádeginu voru bornar fram dýrindis pylsur í brauði með tómatsósu, sinnepi, remúlaði, hráum og steiktum lauk.  Voru allir sem snæddu sammála um að annan eins dýrarðinnar mat hefðu þeir ekki smakkað og ekki spillti framreiðslan fyrir upplifuninni.

En sjón er sögu ríkari.  Hérna eru myndir frá deginum.