Hjálmar

Af gefnu tilefni komu lögreglan og björgunarsveitarfólk í heimsókn í skólann til þess að fræða nemendur um notkun reiðhjólahjálma.

Nokkuð hefur borið á því að börn séu hjálmlaust úti að hjóla, þrátt fyrir að í lögum sé kveðið á um að þau skuli nota hjálma.  Farið var yfir hætturnar sem fylgja því að vera hjálmlaus og tóku flestir boðskapnum vel.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til þess að fylgjast með hjálmanotkun barna sinna og við hvetjum fullorðið fólk líka til þess að vera góðar fyrirmyndir og stíga aldrei á reiðhjól hjálmlaus.

Yngsta stigið drakk í sig boðskap lögreglu og björgunarsveitar og einhverjar meyndir voru teknar.