Hertar sóttvarnaraðgerðir 3. nóv. – 17. nóv.

Breytingar á skólastarfi hjá okkur í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla.  Ýmsum hlutum var velt upp, því búum svo vel að vera með nokkuð rúmgóð húsnæði.  Við skoðuðum vel þann möguleika að vera með Breiðdælinga á Breiðdalsvík og Stöðfirðinga á Stöðvarfirði.  Þetta hefði leyst mörg af þeim málum sem þarf að leysa.  En þar eru líka ókostir, sérstaklega varðandi skipulag kennslunnar.  Þessi möguleiki er enn opinn, ef það verður farið í harðari aðgerðir.  Markmiðið er líka að röskun á skólastarfi verði sem minnst.  Við ákváðum því að fara mildari leiðina.

Skipulagið hjá okkur verður sem næst þessu:

 • Okkur eru settar ýmsar skorður varðandi íþróttakennslu, list- og verkgreinar o.fl.  Við verðum með tvö hólf og þurfum að taka tillit til núverandi námshópa hjá okkur.  Þar kemur til að 4. bekkur tilheyrir miðstiginu og verður því í hóp með 5. – 10 í einu og öllu.  Þurfa s.s. að vera með grímur þar sem nálægðartakmörkunum er ekki fullnægt.
 • Markmiðið okkar er að ná 30 kennslutímum (eins og aðrir skólar Fjarðabyggðar).  Við erum með skólaakstur og getum ekki leyft okkar að nemendur fari heim á mismunandi tímum. 
 • Kennt verður skv. stundaskrá fram að mat kl. 11.45  Eftir matinn verður ein kennslustund kl. 12.15 – 12.55.  Þá er skóladegi lokið og rútan tilbúin til brottfarar kl. 13.00.  Engin breyting verður á föstudögum.
 • Nemendur í 1.-3.b. borða hádegismatinn í sinni stofu.  Nemendur 4. – 10.b. dreifast um mötuneyti, stofur og turn/setustofu.  Matur verður skammtaður af starfsmönnum skólans.
 • Grímuskylda er hjá nemendum 4. – 10.b. allan daginn þ.m.t. í kennslustofum (þar náum við ekki að tryggja 2 metra nálægðartakmörk).  Á matartíma þurfa nemendur enn meira svæði, því þeir þurfa að taka niður grímur meðan matast er.
 • Grímuskylda er í skólabílunum fyrir 4. – 10.b.  Æskilegt er að aðilar af sama heimili sitji saman.
 • Frístund fellur niður þessa daga.  Ef beiðni kemur um aukna viðveru nemenda, reynum við að bregðast við því.
 • Skólamatur verður eingöngu eldaður á Breiðdalsvík.
 • Allir starfsmenn noti grímu (nema hjá 1.-3.b.), þar sem nálægðartakmörkum er ekki náð.
 • Foreldrar/forráðmenn skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar, nema nauðsyn beri til.
 • Foreldrar/forráðamenn mega gjarnan brýna fyrir börnum sínum að handþvottur sé besta leiðin til sóttvarna.
 • Fjarðabyggð sér um að útvega grímur fyrir starfsfólk og nemendur.  Fyrsta daginn þurfa heimilin að sjá til þess að börnin verði með grímur (vonandi eru þær til á heimilum, ef ekki verða þær afhentar í skólanum).

 Helstu atriði úr reglugerð:

Grunnskólar

 • Fyrsta skólastigþ.e. 1.–4. bekkur: Nemendur eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Alls mega 50 nemendur vera í sama rými. Sömu reglur gilda um frístundaheimili fyrir nemendur í 1.–4. bekk.
 • 5.–10. bekkur: Nemendur mega að hámarki vera 25 í hverju rými. Um þá gilda 2 metra nálægðartakmörk og ef ekki er hægt að uppfylla þau skulu nemendurnir nota grímu. Starfsfólk skal jafnframt halda 2 metra regluna og nota grímu sé það ekki mögulegt.
 • Starfsfólk grunnskóla: Ekki skulu vera fleiri en 10 starfsmenn í hverju rými en starfsmönnum er heimilt að fara á milli hópa. Starfsmenn skulu virða 2 metra regluna sín á milli og gagnvart nemendum í 5.–10. bekk. Sé það ekki hægt skulu þeir bera grímur.
 • Fjöldamörk og blöndun hópa: Halda skal sömu hópaskiptingu nemenda í grunnskólastarfi og á frístundaheimilum þannig að ekki verði blöndun milli nemendahópa. Í sameiginlegum rýmum skóla er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkum og reglu um blöndun hópa, að því gefnu að nemendur í 5.–10. bekk og starfsfólk noti grímu.
 • Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf, þ.m.t. starf félagsmiðstöðva, barna á grunnskólaaldri er óheimilt.