Heimsókn til eldri borgara

Kynslóðabilið vex óðfluga og því er um að gera að reyna að brúa það, ef ekki bara hreinlega að eyða því.

Nemendur á Breiðdalsvík fóru í heimsókn í dagvist aldraðra og færðu eldri borgurunum kærleiksgjöf.  Auðvitað var sungið og bragðað á  ýmiskonar góðgæti.

Ekki var annað séð en að allir hefðu gaman að og þú getur sannreynt það með því að skoða þessar myndir.