Heimabyggðin - bílasafnið

Á föstudögum í vetur eru nemendur í fagi sem nefnist heimabyggðin. Þar læra þeir ýmislegt um sína heimabyggð. Í vor munu nemendur á Breiðdalsvík kynnast stofnunum og fyrirtækjum á svæðinu og munum við heimsækja sum þeirra.

Í dag fórum við í heimsókn á bílasafnið og Helga Hrönn kynnti starfsemi þess fyrir okkur. Allir höfðu mjög gaman af heimsókninni og viljum við þakka Helgu kærlega fyrir góðar móttökur.

Og svo voru náttúrulega teknar myndir.