Fuglaskýlin

Margarette er ánægð með verkið.
Margarette er ánægð með verkið.

Á keppnisdögum sem haldnir voru fyrir skemmstu í Stöðvarfjarðarskóla, var ákveðnum nemendahópum lagt það fyrir að smíða fuglaskýli eftir ljósmynd.

Í morgun fóru svo nokkrir nemendur skólans með fuglaskýlin upp að útikennslustofunni okkar og festu þau utan á hana.  Vonandi finna einhverjir fuglar sér þar skjól á ferðum sínum og kannski eignast börnin fiðraða vini þegar fram líða stundir.  En til þess þarf líka rúsínur.

 

Hérna er hægt að skoða fuglaskýlin.