Flugan

Tveir nemendur Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla sem jafnframt leggja stund á tónlistarnám, sömdu lag í tíma hjá Mána gítarkennara.

Lagið kallast Flugan og þær stöllur ákváðu að bjóða samnemendum sínum á tónleika þegar þær frumfluttu lagið opinberlega.  Góður rómur var gerður að flutningnum og ef ykkur langar að heyra og sjá, þá ættuð þið að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Flugan, eftir Angelu og Þórdísi.