Dagar myrkurs

Í leikskólanum á Breiðdalsvík, voru börnin vel undirbúin fyrir "Daga myrkurs".  Í síðustu viku höfðu þau málað á krukkur og sett kerti í þær.  Þegar foreldrar mættu í morgun, voru þeir umsvifalaust settir í það að kveikja á kertunum.  Náðu því börn og foreldrar sameiginlega, að lýsa aðeins upp skammdegið.