Bakstur og bingó

Útikennslustofan og nærumhverfi hennar er nú notað sem aldrei fyrr.

Í gær fór Yngsta stigið með kennurum og öðru starfsfólki þangað.  Að þessu sinni var brauð bakað á steini yfir eldi og síðan búið til kakó til að hafa með því.  

Einnig var farið í útibingó en fyrir þann leik er sko betra að hafa bingóvöðva í lagi.

Útikennslustofan stendur í laut og í klettunum þar búa álfar.  Þess vegna hefur svæðið í hlotið nafnið Álfabyggð.

Hvort álfabörn voru með í leik grunnskólabarnanna skal ósagt látið en kannski sjáið þið þau á þessum myndum sem teknar voru í ferðinni í gær.